Framsal til Standard Life International dac
Phoenix Life Assurance Europe fékk samþykki Hæstaréttar Írlands til þess að færa vátryggingarskírteini til Standard International dac, annars írsks fyrirtækis innan Phoenix Group. Málið var tekið fyrir þann 12. Nóvember 2024 og yfirfærsla vátryggingarskírteina mun eiga sér stað þann 1. Janúar 2025.
Þessi yfirfærsla hefur áhrif á alla viðskiptavini Phoenix Life Assurance Europe dac, hvort sem það eru vátryggingar undir hatti Phoenix eða ReAssure. Við skrifuðum viðskiptavinum okkar sumarið 2024 til þess að láta vita af fyrirætlunum okkar.
Ferlið við framsal þessara trygginga hefur fylgt ströngu laga- og regluverki sem ætlað er að vernda hagsmuni viðskiptavina. Í því fólst:
- Samráð við Seðlabanka Írlands
- Að fá álit óháðs tryggingafræðings um áhrif framsalsins á vátryggingarhafa
- Að fá samþykki Hæstarétts Írlands; og
- að skrifa viðskiptavinum og láta þá vita
Að fengnu samþykki þann 12. Nóvember 2024 mun framsal á vátryggingum hjá Phoenix Life Assurance Europe dac til Standard Life International dac eiga sér stað þann 1. Janúar 2025.
Til hvers er þetta framsal að eiga sér stað?
Phoenix Group er skyldugt að vera sterkt og sjálfbært fyrirtæki til langframa, að mæta þörfum viðskiptavina og hluthafa. Þetta framsal er til þess gert að gæta þess að evrópski hluti starfsemi okkar sé sem skilvirkastur.
Hvað merkir þetta fyrir viðskiptavini okkar
Við viljum fullvissa viðskiptavini okkar um að þessi tilfærsla hefur verið sett upp á þann veg að það hafi sem minnst áhrif á viðskiptavini. Viðskiptavinir okkar munu aðeins sjá örfáar breytingar á því hvernig vátryggingar þeirra virka.
Viðskiptavinir munu áfram sjá sama vörumerki og kennimerki og venjulega auk þess sem sama teymið mun svara í sama símanúmer og áður.
Einhverjar spurningar
Finna má ýmsar spurningar og svör um framsalið og það ferli sem við fylgdum í töflunni fyrir neðan.
Hafir þú spurningar um vátrygginguna þína getur þú haft samband í sama símanúmer og venjulega.
Upplýsingar viðskiptavina
Phoenix Life | |
---|---|
Bréf til viðskiptavina þar sem gerð er grein fyrir lykilatriðum flutningsins. | Policyholder letter |
Leiðbeiningar þar sem flutningurinn er útskýrður. | Scheme Guide |
Bæklingur sem inniheldur svör við spurningum sem viðskiptavinir kunna að hafa. | Q&A Brochure |
Tæknilegar upplýsingar
Hér finnur þú ýmsar hjálplegar upplýsingar. Þar á meðal samantekt og heildarskýrslu frá óháðum tryggingafræðingi, tryggingafræðilegar skýrslur og lagalegar upplýsingar.
Við fengum óháðan tryggingafræðing, Mike Claffey, sem er Principal (háttsettur tryggingafræðingur) hjá Milliman Limited.
Óháði tryggingafræðingurinn ritaði skýrslu, yfirlitsskýrslu og viðbótarskýrslu þar sem hann fór yfir framsalið og álit sitt á þvi hvort það kæmi til með að hafa veruleg neikvæð áhrif á einhvern hóp vátryggingarhafa.
Skýrslu frá Óháðum Tryggingafræðingi
Detta är de juridiska dokument som anger villkoren för överföringen.
Detta är det rättsliga meddelandet som innehåller detaljerna för förhandlingen i Irish High Court.
Höfuð tryggingafræðideildar Phoenix Life Assurance Europe hefur útbúið skýrslu um áhrif framsalsins á alla vátryggingarhafa.
Höfuð tryggingafræðideildar Standard Life International dac hefur útbúið skýrslu varðandi áhrif framsalsins á vátryggingarhafa hjá Standard Life International dac.
Skýrsla frá yfirmanni tryggingafræðilegrar starfsemi hjá Phoenix Life Assurance Europe (enska)
Skýrsla deildarstjóra Phoenix Life Assurance Europe (enska)
Skýrsla frá yfirmanni tryggingafræðilegrar starfsemi hjá Standard Life International (enska)
Skýrsla deildarstjóra Standard Life International (enska)